Ebóla veiran útskýrt - Hvernig líkaminn berst fyrir lífsvernd. | Kurzgesagt

🎁Amazon Prime 📖Kindle Unlimited 🎧Audible Plus 🎵Amazon Music Unlimited 🌿iHerb 💰Binance

Myndband

Handrit

Hvað gerir ebólu svo hættulega?

Hvernig getur veira tekið yfir

hið flókna varnarkerfi líkamans

á svo fljótan og skilvirkan hátt?

Skoðum hvað ebóla gerir.

Ebóla er veira.

Veirur eru afar smáir hlutir.

Bútur af RNA eða DNA

og nokkur prótein

og hlífðarskel.

Hún getur ekki gert neitt

á eigin spýtur

og getur eingöngu þrifist og fjölgað sér með því að smita frumur.

Til að varna þessu höfum við ónæmiskerfið.

Ónæmiskerfið er ákaflega flókið

svo við getum búið til myndrænt kerfi

sem gerir það auðveldara að skilja.

Svo það lítur svona út:

Einblínum á hlutann sem er mikilvægur til að skilja ebólu

og hunsum afganginn.

Venjulega virkja ónæmisfrumur her

fruma sem herja á veirur, stuðningsfrumur

og mótefnaverksmiðjur

sem vinna saman með varnarfrumunum

og eyða sýkingunni á nokkrum dögum.

En þegar ebóla gerir atlögu

ræðst hún beint á ónæmiskerfið.

Sumar fyrstu frumurnar sem hún tekur yfir eru

ónæmisfrumurnar; heili

ónæmiskerfisins.

Þegar ebóluveira ræðst inn í ónæmisfrumu með því að

tengjast viðtaka fyrir frumuflutning.

Þegar hún er komin inn, leysir hún upp hlífðarskelina og sleppir

erfðaefninu sínu, kjarnaprótein og hvatberum.

Í raun tekur hún yfir stjórn frumunnar,

óvirkir varnarkerfi frumunnar og

endurforritar hana.

Fruman breytist nú í veiruframleiðsluvél

og notar auðlindir hennar til að búa til ebóluveirur.

Þegar fruman mettuð eyðir hún frumuveggnum

og sleppir milljónum veira í vefinn.

Veiran kemur ekki eingöngu í veg fyrir að ónæmisfrumurnar

virki kerfi sem berjast á móti veirunni

heldur notar hún þau til að senda merkjaprótein

sem gabbar sérhæfðu frumurnar

til að binda ótímabært endi á eigið líf.

Svo ónæmiskerfið skaðast alvarlega

og verður ófært um að bregðast við.

Þegar veiran fjölgar sér hratt (við erum að tala um milljarða)

eru frumur sem eiga að kljást við sýktu frumurnar,

náttúrulegu drápsfrumurnar, en þær sýkjast líka

og deyja bara áður en þær geta komið í veg fyrir

að sjúkdómurinn breiðist út.

Á sama tíma sýkir ebóla

varnarfrumur líkamans:

stórætur og einkjörnunga,

og nær ekki eingöngu að brjóta niður varnir þeirra

heldur gabbar hún sumar varnarfrumanna til að senda

boð til fruma sem mynda æðar

sem segja þeim að losa vökva í líkamann.

Yfirleitt er það skynsamlegt en í þessu tilviki

veldur það bara vandræðum.

Allar sýkilætur líkamans virkjast við veiruna

og boðin frá stórætunum

ekki sérlega gagnleg gagnvart veirum og

ættu ekki að vera í þessari baráttu og

byrja að gera ýmislegt sem þær ættu ekki að vera að gera.

Sýkilæturnar gefa æðunum boð

um að losa meiri vökva sem veldur innvortis blæðingum.

Annað svæði líkamans sem ebólaveiran

ræðst á er lifrin. Veiran á mjög

auðvelt með að komast í lifrina og

byrjar flótlega að drepa fjölda lifrarfruma

og veldur líffærastoppi og meiri innvortis blæðingum.

Og allt þetta er að gerast á sama tíma.

Þegar veiran breiðist út er það eins og kjarnorkusprengjur að springa út um allt.

Eitt tilvik á einu svæði væri nógu mikið vandamál

en nú er þetta að gerast alls staðar í einu.

Öll virkni ónæmiskerfisins sem hefur þróast til að

takast á við sýkingar vinna gegn þér

og veiran heldur áfram að breiðast sífellt meir út.

Að lokum byrja þær að sýkja sífellt fleiri líkamsfrumur

á meðan líkaminn berst í bakka við að halda sér á lífi.

Í örvæntingarfullri lokatilraun til að ná tökum á ástandinu

býr ónæmiskerfið til ónæmisboðefnastorm.

Ónæmisboðefnastormur er neyðarkall

sem veldur því að ónæmiskerfið virkjar öll sín vopn

í einu í örvæntingarfullri sjálfsmorðsárás.

Þetta hjálpar veirunni við að valda miklum aukalegum skaða

sérstaklega í æðunum.

Á þversagnakenndan hátt veldur heilbrigðara ónæmiskerfi

meiri skaða á sjálfu sér.

Sífellt meiri vökvi fer úr blóðinu.

Blóð flæðir úr öllum opum líkamans.

Þú verður fyrir alvarlegri ofþornun.

Það er bara ekki nóg blóð eftir til að fullnægja súrefnisþörf líffæranna

og frumur taka að deyja. Ef þú nærð þessu marki

eru líkurnar á dauða ákaflega miklar.

Eins og er deyja sex af hverjum tíu af ebólu.

Vá! Okei, ebóla er andstyggileg, svo það er tími til að örvænta, ekki satt?

Nei, ekki alls ekki.

Alvarleiki ebóluveirunnar selur blöð og

fær YouTube myndböndum deilt svo allir eru að tala um ebólu

En eins og stendur er eina leiðin til að sýkjast af ebólu

að komast í snertingu við líkamsvessa

manneskju sem sýnir einkenni

eða úr sýktu sýni. Svo gættu þess bara að gera það ekki.

Um 5000 manns hafa látist af völdum ebólu síðan í júní 2014.

Venjuleg flensa leggur allt að því 500 000 manns að velli á ári hverju.

Malaría tekur allt að því milljón mannslíf á ári.

Það gerir 3000 á hverjum degi. Tíu börn síðan þetta myndband hófs.

Svo þótt ebóla sé skelfileg og hræðileg,

láttu ekki hræðast. Það mest sýkjandi við ebólu

er fjölmiðlafárið í kringum sjúkdóminn.

Þú gætir hins vegar lært aðeins meira um ónæmiskerfið.