Lausnin og hugmyndir um Fermi-paradóx II - Hvar eru allir geimverurnar? | Kurzgesagt

🎁Amazon Prime 📖Kindle Unlimited 🎧Audible Plus 🎵Amazon Music Unlimited 🌿iHerb 💰Binance

Myndband

Handrit

Það eru líklega um 10 000 stjörnur fyrir hvert sandkorn á jörðinni í hinum sýnilega alheimi.

Við vitum að það kunna að vera billjónir reikistjarna til.

Svo hvar eru allar geimverurnar?

Þetta er Þversögn Fermis.

Ef þú vilt vita meira um hana skaltu horfa á fyrri hlutann.

Hér ætlum við að fara yfir mögulegar lausnir á Þversögninni.

Mun okkur verða eytt, eða býður okkur dásamleg framtíð?

Geimferðir eru erfiðar. Þótt þær séu mögulegar er það heilmikil þrekraun að ferðast til annarra stjarna.

Setja þarf gríðarlega mikið magn af efni upp í sporbraut og setja saman.

Samfélag sem er nógu stórt til að hefja nýtt upphaf þarf að lifa af ferðalag sem varir kannski þúsundir ára.

Og áfangastaðurinn er kannski ekki eins lífvænlegur og hann virtist vera úr fjarlægð.

Það var þegar geigvænlega erfitt að útbúa geimfar sem gæti þolað langferðina,

og það gæti verið ómögulegt að ráðast inn í annað sólkerfi.

Eins ber að huga að tímanum; Alheimurinn er afar gamall.

Líf hefur verið til staðar á Jörðunni í að minnsta kosti 3,6 milljarða ára.

Viti bornir menn í um 250 000 ár.

En við höfum eingöngu búið yfir tækninni til að eiga samskipti yfir langar vegalengdir í um eina öld.

Það kunna að hafa verið til stórkostleg geimheimsveldi sem teygðu sig yfir þúsundir sólkerfa og verið til í milljónir ára

og við kunnum að hafa rétt misst af þeim.

Það kunna að vera mikilfenglegar fornleifar að grotna niður á fjarlægum heimum.

99% allra dýrategunda á Jörðunni hafa dáið út.

Það er auðvelt að færa rök fyrir því að það verði örlög okkar fyrr eða síðar.

Vitsmunaleft líf kann að þróast, breiðast um nokkur sólkerfi og deyja svo út, æ ofan í æ.

En kannski hittast geimsiðmenningar aldrei.

Það kann því að vera sameiginleg reynsla alls lífs í alheiminum að horfa til stjarnanna og velta fyrir sér „Hvar eru allir?“

En það er engin ástæða til að gera ráð fyrir því að geimverur séu eins og við

eða falli að okkar röksemdafærslum.

Það kann allt eins að vera að okkar samskiptatækni séu afar frumstæð og úreld.

Ímyndaðu þér að sitja í húsi með morse-tæki. Þú sendir út boð í sífellu en enginn mundi nokkurntíma svara

og þér þættir þú afar einmanna. Kannski erum við enn ógreinanleg vitsmunalegum geimverum

og við verðum svo þar til við öðlumst almenninlega samskiptatækni.

Jafnvel ef við mundum hitta fyrir geimverur kynnum við að vera of ólík til að geta átt innihaldsrík samskipti.

Ímyndaðu þér greindasta mögulega íkorna.

Sama hversu mikið þú reynir muntu ekki geta útskýrt samfélag okkar fyrir honum.

Enda er frá sjónarhóli íkornans tré það eina sem fáguð greind líkt og hans sjálfs þarf til að lifa af.

Svo það að fella heilan skóg virkar á hann sem brjálæði, en við eyðileggjum ekki skóga vegna þess að við hötum íkrona.

Okkur langar bara í auðlindina.

Óskir íkornans og örlög eru okkur ekki áhyggjuefni.

Siðmenning af Gerð 3 í leit að auðlindum kann að koma fram við okkur á sama hátt.

Þau kunna að sjóða höfin til að gera gröft eftir því sem þau þurfa auðveldari.

Ein geimveran kann að hugsa með sér eitt augnablik „Ó þessir litlu apar, þeir byggðu virkilega sætar steypubyggingar. En jæja, nú eru þeir dauðir.“

áður en hún skellir sér á vörpuhraða.

En ef það er siðmenning þarna úti sem vill eyða öðrum tegundum,

þá er mun líklegra að hún sé drifin af menningarlegum, frekar en hagrænum, áhrifum.

Og svo væri það hvort eð er mun einfaldara að sjálfvirkja ferlið með því að smíða hið fullkomna vopn,

geimkönnunarför úr nanóvélum sem geta búið til eigin eftirmyndir.

Þau mundu starfa ótrúlega hratt og örugglega á sameindaskala

með getu til að ráðast á og taka í sundur hvað sem er á augabragði.

Það þarf bara að gefa þeim fjögur fyrirmæli.

Fyrst: Finna reikistjörnu með lífi.

Annað: Taka allt á reikistjörnunni í sundur í smæstu eindir.

Þriðja: Nota auðlidirnar til að byggja fleiri könnunarför.

Fjóðra: Endurtaka.

Þannig dómsdagsvél gæti murkað lífið úr heilli vetrarbraut á fáeinum milljónum ára,

en af hverju ætti nokkur að fljúga mörg ljósár til að komast yfir auðlindir eða fremja þjóðarmorð.

Ljóshraðinn er nefnilega ekkert sérstaklega hraður.

Ef einhver í vetrarbrautinni gæti ferðast á ljóshraða mundi það samt taka viðkomandi 10 000 ár að komast einu sinni yfir Vetrarbrautina

og við mundum líklega ferðast mun hægar.

Það kunna að vera mun ánægjulegri hlutir en að eyða siðmenningum og smíða heimsveldi.

Matrioshka heilinn er áhugaverð hugmynd.

Ofurbygging sem umlykur stjörnu.

Tölva með svo mikilli reiknigetu að heilu dýrategundirnar gætu hlaðið meðvitund sína upp í hana og verið til í sýndaralheimi.

Mögulega gæti maður upplifað eilífa alsælu án þess að vera nokkurtíma fæddur eða óhamingjusamur; fullkomið líf.

Ef hún væri byggð umhverfis rauða everga gæti henni nægt orkan í um tíu billjón ár.

Hver mundi vilja leggja undir sig vetrarbrautina eða komast í kynni við aðrar lífverur ef það væri valmöguleiki.

Allar þessar lausnir á Þversögn Fermis líða fyrir eitt vandamál.

Við vitum ekki hvar mörk tækninnar liggja.

Við gætum verið nærri því eða engan vegin nálægt því.

Ofurtækni bíður okkar,

og mun ljá okkur ódauðleika, flytja okkur til annarra vetrarbrauta og lyfta okkur til stöðu guða.

Eitt sem við þó verðum að viðurkenna er að við vitum í raun ekki neitt.

Mannfólkið hefur eytt meira en 90% tilveru sinnar sem veiðimenn og safnarar.

Fyrir 500 árum töldum við okkur vera í miðju alheims.

Fyrir 200 árum hættum við að nota vinnu mannfólks sem aðalorkugjafann.

Fyrir 30 árum beindum við heimsendavopnum að hvort öðru vegna stjórnmálalegs ágreinings.

Á tímaskala heimsins vorum við fóstur,

Við höfum náð langt en þó höfum við langa leið fyrir höndum.

Hugarfarið að við séum raunverulega miðja Alheims er enn sterk í fólki

svo það er auðvelt að draga ályktnir umlíf í Alheiminum.

En á endanum er bara ein leið til að komast að því, ekki satt?