Fermi-paradóxinn - Hvar eru allir geimverurnar? (1/2) | Kurzgesagt

🎁Amazon Prime 📖Kindle Unlimited 🎧Audible Plus 🎵Amazon Music Unlimited 🌿iHerb 💰Binance

Myndband

Handrit

Erum við einu lifandi verurnar í öllum alheiminum?

Hinn sýnilegi heimur er um 90 000 000 000 ljósár í þvermál.

Í honum eru að minnsta kosti 100 000 000 000 vetrarbrautir

hver um sig með 100 000 000 000 til 1 000 000 000 000 stjörnum.

Nýlega höfum við komist að því að reikistjörnur eru líka mjög algengar

og það eru líklega billjónir lífvænlegra reikistjarna í alheiminum

sem þýðir að það ættu að vera miklir möguleikar á lífi til að þróast og vera til, ekki satt?

En hvar er það?

Ætti alheimurinn ekki að vera iðandi af geimförum?

Stígum snöggvast eitt skref til baka.

Jafnvel ef siðmenningar geimvera eru til í öðrum vetrarbrautum

er engin leið fyrir okkur að kynnast þeim nokkurntíma.

Allt utan næsta nágrennis vetrarbrautarinnar okkar,

hins svokallaða grenndarhóps, verður svo gott sem ævinlega utan okkar seilingar

vegna útþenslu alheims.

Jafnvel þótt við ættum mjög hröð geimför

mundi það taka bókstaflega milljarða ára að komast til þessara staða,

á ferð í gegnum auðustu svæði alheims.

Svo við skulum halda okkur við Vetrarbrautina.

Vetrarbrautin er sú vetrarbraut sem við búum í,

Hún samanstendur af allt að fjögur hundruð milljörðum stjarna.

Það eru mjög margar stjörnur, um tíu þúsund fyrir hvert sandkorn á Jörðinni.

Það eru um 20 milljarðar stjörnur líkar Sólinni okkar í Vetrarbrautinni

og talið er að um fimmtungur þeirra séu með reikistjörnu á stærð við Jörðina í lífbeltinu,

því svæði umhverfis stjörnur sem gerir líf mögulegt.

Ef eingöngu 0,1 % þessarra reikistjarna byggi yfir lífi væru um ein milljón reikistjarna með lífi í Vetrarbrautinni.

En bíðið, þetta er ekki allt.

Vetrarbrautin er um 13 milljarða ára gömul. Í upphafi voru aðstæður fyrir líf ekki góðar

vegna þess að hlutir áttu það mikið til að springa, en eftir um einn eða tvo milljarða ára urðu fyrstu lífvænlegu reikistjörnurnar til.

Jörðin er eingöngu 4 milljarða ára gömul svo það hafa væntanlega verið billjónir tækifæra fyrir líf til að þróast

á öðrum reikistjörnum.

Ef ein einasta þeirra hefði þróast í ofursiðmenningu færa um geimferðir hefðum við þegar tekið eftir því.

Hvernig mundi slík siðmenning líta út?

Það eru 3 flokkar möguleika:

Siðmenning af gerð 1 hefur aðgengi að öllum orkugjöfum sem eru til staðar á reikistjörnu hennar.

Ef ske kynni að þú sért að velta því fyrir þér þá erum við nú um 0,73 á skalanum

og ættum að ná Gerð 1 einhverntíma á næstu tvöhundruð árum.

Gerð 2 væri siðmenning sem gæti nýtt alla orku sólstjörnu sinnar.

Þetta mundi krefjast vísindasögulegrar tækigetu, en er fræðilega séð hægt.

Hugtök eins og Dyson-hvel, risastór bygging sem umlyki stjörnuna eru möguleg.

Gerð 3 er siðmenning sem stjórnar í raun allri vetrarbraut sinni, þar með talið orkunni.

Geimsiðmenning á þessu stigi væri líklega guðleg í okkar augum.

En af hverju ættum við að geta séð slíka geimsiðmenningu yfir höfuð.

Ef við byggjum til kynslóðir geimskipa sem gætu haldið við fólki í um eitt þúsund ár

gætum við tekið yfir Vetrarbrautina á tveimur milljónum ára.

Hljómar sem afar langur tími, en munið að Vetrarbrautin er risastór.

Svo ef það tekur um tvær milljónir ára að taka yfir alla Vetrarbrautina

og það eru mögulega milljónir ef ekki milljarðar reikistjarna sem búa yfir lífi í Vetrarbrautinni

og þessar aðrar lífverur hafa haft umtalsvert meiri tíma en við höfum haft,

hvar eru þá allar þessar geimverur?!

Þetta er Þversögn Fermis og við henni hefur enginn svar.

En við höfum nokkra möguleika.

Tölum fyrst um síur.

Sía er í þessu samhengi þröskuldur sem er afar erfitt fyrir líf að komast yfir.

Þær eru til í mismunandi stigum ógnvænleika.

Það fyrra: Það eru miklar síur og við erum þegar komin í gegnum þær.

Kannski er það mun erfiðara fyrir flókið líf að þróast en okkur sýnist.

Ferlið að baki upphafi lífs er ekki enn fyllilega þekkt

og aðstæðurnar sem þarf til kunna að vera mjög flóknar.

Kannski var alheimurinn mun ólífvænlegri og aðstæður hafa bara nýlega lagast nægilega fyrir flókið líf að verða til.

Þetta þýðir þá að við gætum verið einstök eða að minnsta kosti ein hinna fyrstu, ef ekki hin fyrsta siðmenning Vetrarbrautarinnar.

Það síðara: Það eru miklar síur og þær eru okkur fyrir stafni.

Þetta tilvik væri virkilega, virkilega slæmt.

Kannski er líf til út um allt í alheiminum en eyðist þegar það kemst að ákveðnu marki; marki sem er við erum ekki enn komin að.

Til dæmis kann mögnuð framtíðartækni að vera til en þegar hún er virkjuð eyðir hún reikistjörnunni.

Seinustu orð hverrar þróaðrar siðmenningar væru:

„Þetta nýja tæki mun leysa öll okkar vandamál strax og ég ýti á þennan takka.“

Ef þetta er satt, þá erum við nær endalokum en upphafi tilvistar mannkyns.

Ellegar er til ævaforn siðmenning af Gerð III sem fylgist með alheiminum

og strax og siðmenning er nægilega þróuð er henni samstundis eytt.

Kannski er eitthvað þarna úti sem væri betra að uppgötva ekki.

Það er engin leið fyrir okkur að komast að því.

Ein lokahugsun: Kannski erum við alein.

Eins og stendur höfum við engar vísbendingar um að það sé nokkuð líf til fyrir utan okkur.

Ekkert. Alheimurinn virðist vera tómur og lífvana.

Enginn að senda okkur skilaboð. Enginn að svara boðum okkar.

Við kunnum að vera alein, föst á örlítilli, rakri moldarkúlu í óendanlegum alheimi.

Hræðir sú hugsun þig? Ef svo, þá ertu að upplifa hin réttu tilfinningaviðbrögð.

Ef við látum lífið á þessari reikistjörnu deyja yrði mögulega ekkert líf eftir í alheiminum. Lífið væri farið, mögulega að eilífu.

Ef það er reyndin verðum við að halda út til stjarnanna og verða fyrsta siðmenningin af Gerð III

til að halda viðkvæmum loga lífsins við og breiða hann út þar til alheimurinn gefur upp öndina

og hverfur út í algleymið.

Alheimurinn er of fallegur til að enginn nái að upplifa hann.

Þetta myndband var eingöngu mögulegt fyrir tilstuðlan ykkar stuðnings. Það tekur minnst tvö hundruð klukkutíma að gera hvert myndband

og þökk sé fjárstuðnings ykkar á Patreon erum við hægt og rólega að gera fleiri.

Ef þú vilt hjálpa okkur að gera fleiri og fá t.d. þinn eigin fugl skaltu kíkja á Patreon síðuna.