Hugsanlega engin merking í tilverunni, en það er í lagi. | Kurzgesagt

🎁Amazon Prime 📖Kindle Unlimited 🎧Audible Plus 🎵Amazon Music Unlimited 🌿iHerb 💰Binance

Myndband

Handrit

Tilvera mannkynsins er ógnvekjandi og ruglingsleg.

Fyrir nokkrum hundruðum þúsundum árum síðan urðum við vísvitandi og fundum okkur sjálf á skrýtnum stað.

Hann var fylltur öðrum verum. Við gátum étið sumar, sumar gátu étið okkur.

Það var fljótandi efti sem við gátum drukkið; hlutir sem við gátum notið til þess að búa til aðra hluti.

Daghiminninn hafði lítinn gulan knött sem vermdi hörund okkar.

Nátthiminninn var fylltur fallegum ljósum.

Þessi staður var augljóslega gerður fyrir oss.

Eitthvað var að gæta oss.

Vér vorum heima. Þetta gerði allt miklu minna ógnvekjandi og ruglandi.

En því eldri sem við urðum, því meira lærðum við um heiminn og okkur sjálf.

Við lærðum að tindrandi ljósin eru ekki ljómandi fagurlega fyrir okkur, þau eru bara.

Við lærðum að við erum ekki miðja þess sem við köllum alheimurinn,

og að hann er miklu, miklu eldri en við héldum.

Við lærðum að við erum búin til úr mörgum litlum dauðum hlutum,

sem mynda stærri hluti sem eru ekki dauðir út af einhverri ástæðu,

og að við erum bara annað tímabundið þrep í sögu spannandi aftur yfir milljarða ára.

Við lærðum, agndofa, að við lifum á votri rykögn sem færist í kringum miðlungsstórri stjörnu

inni í friðsælu svæði eins arms meðalþyrilstjörnuþoku, sem er hluti af stjörnuþokuhóp sem við munum aldrei komast í burtu frá.

Og þessi hópur er aðeins einn af þúsundum sem, til samans, mynda stjörnuþokureginþyrpingu.

En meira segja okkar reginþyrping er bara ein af þúsundum sem mynda það sem við köllum hinn sýnilegi alheimur.

Alheimurinn gæti verið milljón sinnum stærri, en við munum aldrei vita það.

Við getum hent fram orð eins og tvö hundruð milljónir stjörnuþokur

eða billjónir sólstjarna eða skrilljónir reikistjarna,

en allar þessar tölur eru merkingarlausar. Heilar okkar geta ekki skilið þessi hugtök.

Alheimurinn er of stór. Það er of mikið af honum.

En stærðin er ekki mest áhyggjuvaldandi hugtakið sem við þurfum að eiga við.

Það er tími, eða meira nákvæmlega, tíminn sem við höfum.

Ef þú yrði nógu heppin til þess að ná hundrað ára aldri,

þá hefur þú fimm þúsundir og tvö hundruð vikna til umráða.

Sért þú tuttugu og fimm núna, þá hefur þú þrjú þúsund og níu hundruð vikur eftir.

Ef þú munt deyja um sjötugt, þá eru tvö þúsund þrjú hundruð og fjörutíu vikur eftir.

Mikill tími, en líka … raunar ekki.

Og hvað svo?

Lífrænu ferlin og lífsstörfin þín munu brotna niður,

og virka mynstrið sem er “þú” mun hætta vera virkt.

Það mun leysast upp þangað til að það verður engin “þú” eftir.

Sumir trúa að það sé einhver hluti af okkur sem við getum hvorki séð né mælt,

en við höfum enga leið til þess að komast að því. Svo að þetta líf gæti verið það eina

og við gætum endað sem dauð að eilífu.

Þetta er minna ógnvekjandi en það hljómar þó.

Ef þú manst ekki eftir 13.75 milljörðum áranna sem gengu yfir áður en þú varðst til,

þá munu þær billjónir og billjónir og billjónir ára sem koma eftir líða á örstuttum tíma þegar þú ert farin.

Lokaðu augunum. Teldu upp í 1.

Það er hversu löng maður finnst eilífð vera.

Og af því sem við best vitum, á endanum mun alheimurinn sjálfur deyja og ekkert mun breytast framar.

Myndböndin okkar valda tilvistarótta og tilvistarkvíða fyrir mikið af fólki,

og síðastliðnu mínúturnar hafa líklega ekki hjálpað til.

Svo, aldrei þessu vant, þá viljum við bjóða aðra leið til þess að sjá þessi mál:

Óvísindalega, huglæga afstöðu. Hin Kurzgesagtslífsspeki, ef þið kæri ykkur um.

Vinsamlega leggið hæfilegan trúnað á hana; við vitum ekki neitt meira um tilveru mansins en þið gerið.

Við spornum gegn tilvistarótta með ‘bjartsýnistómhyggju’.

Hvað meinum við með það?

Jæja, samandregið, þá virðist það vera mjög ólíklegt að 200 billjón billjónir stjarna voru gerðar fyrir okkur.

Á vissan hátt þá virkar það eins og grimmasti brandari veraldar hefur verið leikinn á okkur.

Við urðum sjálfsmeðvituð eingöngu til þess að gera okkur ljóst að þessi saga er ekki um okkur.

Á meðan það er frábært að vita um rafeindir og orkuver frumna,

þá gerir vísindin ekki mikið til þess að láta þetta vera minna niðurdrepandi.

Allt í lagi, en hvað með það?

Þið fáið bara eitt færi á lífi, sem er ógnvekjandi. En það frelsar ykkur líka.

Ef alheimurinn endar í varmadauða, hver niðurlæging sem þið verðið fyrir í lífinu ykkar verður gleymd.

Hver mistök þið gerðuð munu ekki skipta máli á endanum.

Hver slæmur hlutur sem þið gerðuð mun ógildast.

Ef vort líf er allt sem vér munum fá að upplifa, þá er það eina sem skiptir máli.

Ef alheimurinn hefur engin gildi og lífsreglur, þá eru einu gildin og reglurnar sem skipta máli þær sem vér ákveðum um.

Ef alheimurinn hefur engan tilgang, þá fáum vér að fyrirskipa hver tilgangur hans er.

Menn munu svo sannarlega hætta að vera til á einhverjum tímapunkti.

En áður en það gerist, þá fáum við að kanna okkur sjálf og heiminn umhverfis okkur.

Við fáum að upplifa tilfinningar. Við fáum að upplifa mat, bækur, sólarupprásir og að vera með hvort öðru.

Sú staðreynd að við erum einu sinni fær að hugsa um þessi mál er nú þegar frekar ótrúlegt.

Það er auðvelt að hugsa um okkur sjálf sem aðskilin frá öllu, en þetta er bara ekki satt.

Við erum jafnmikil ‘alheimurinn’ og nifteindastjarna,

eða svarthol, eða geimþoka.

Enn betra, reyndar; við erum sá partur hans sem hugsar, skynjar og finnur fyrir hlutum:

hin kjarnlíffæri alheimsins.

Við erum sannarlega frjáls í alheimisstórum leikvöll,

svo að við gætum alveg eins stefnt að því að vera hamingjusöm, og að byggja einhvers konar draumaland í stjörnunum.

Það er ekki eins og við höfum komist að öllu sem hægt er að vita.

Við vitum enn ekki hvers vegna reglur alheimsins eru eins og þær eru,

hvernig lífið varð til, hvað lífið er.

Við höfum enga hugmynd um hvað meðvitund er eða hvort við séum ein í alheiminum.

En við getum reynt að finna einhver svör.

Það eru milljarðir af stjörnum til að heimsækja, sjúkdómum til að lækna,

fólki til að hjálpa, gleðitilfinningar til að upplifa,

og tölvuleikjum til að klára.

Það er svo mikið að gera.

Sem sagt, leggjandi lokahönd á þetta, þið hafið líklega notað góðan bút af tímanum sem er ykkur tiltækur.

Ef þetta er okkar eina tækifæri á lífi, þá er engin ástæða ekki til þess að skemmta okkur

og lifa eins farsælt og mögulegt.

Bónusstig ef þið gerir líf annars fólks betra.

Fleiri bónusstig ef þið hjálpið að byggja vetrabrautarmannheimsveldi.

Gerið það sem lætur ykkur líða vel.

Þið fáið að ákveða hvað eiginlega þetta þýðir fyrir ykkur.